Íslensk Gagnavinnsla ehf
Við rekum gagnavinnslu, gagnageymslu og vottunarstarfsemi í samstarfi við raforkubændur og sérhæfum okkur í þróun og framleiðslu sérlausna á því sviði.
Gagnageymslunni er ætlað að þjóna stórnotendum eins og kvikmyndagerðarmönnum, auglýsingastofum, tölvuleikjaframleiðendum, listasöfnum, listamönnum, vísindamönnum og öðrum sem þurfa að geyma gríðarlegt gagnamagn í langan tíma á öruggan og ódýran hátt.
Notendum er boðið upp á að dreifa gögnum sínum í mismunandi landshluta, til að tryggja gögnin gegn því að þau glatist í hamförum, vatnsflóðum, snjóflóðum, aurskriðum, eldsvoðum, eldgosum, jarðskjálftum eða öðrum ótöldum stórslysum. Gagnadreifingin myndar umfremd gagna, sem kemur í veg fyrir að gögn glatist vegna bilana eða náttúruhamfara á einu landssvæði.
Gagnaöryggi er tryggt með dulritun bæði í flutningi og í gagnageymslu. Starfsfólk gagnageymslunnar getur ekki á neinn hátt haft aðgang að gögnum viðskiptavina. Starfsfólk hefur ekki heimild til að greina, lesa eða starfa með gögnin á neinu formi, starfsfólk er einungis ábyrgt fyrir að viðskiptavinurinn hafi þann aðgang sem hann hefur greitt fyrir. Eftir fremsta megni er gögnum haldið innan íslenskrar lögsögu, en það getur skipt máli þegar kemur að höfundarrétti og öðrum lagalegum atriðum. Notendur sleppa einnig við að greiða himinháar upphæðir fyrir utanlandsumferð.