Gagnahýsing

Gagnahýsing

Gagnageymslunni er ætlað að þjóna stór­notendum eins og kvikmynda­gerðarmönnum, auglýsingastofum, tölvu­leikjaframleiðendum, listasöfnum, lista­mönnum, vísindamönnum og öðrum sem þurfa að geyma gríðarlegt gagnamagn í langan tíma á öruggan og ódýran hátt.

Notend­um er boðið upp á að dreifa gögnum sínum í mismunandi lands­hluta, til að tryggja gögnin gegn því að þau glatist í hamförum, vatnsflóðum, snjóflóðum, aurskriðum, eldsvoðum, eldgosum, jarðskjálf­tum eða öðrum ótöldum stór­slysum. Gagna­dreifingin myndar umfremd gagna, sem kem­ur í veg fyrir að gögn glatist vegna bilana eða náttúru­hamfara á einu landssvæði.

Gagna­öryggi er tryggt með dulritun bæði í flutningi og í gagnageym­slu. Starfsfólk gagnageym­slunnar getur ekki á neinn hátt haft aðgang að gögnum við­skiptavina. Starfsfólk hefur ekki heimild til að greina, lesa eða starfa með gögnin á neinu formi, starfsfólk er einungis ábyrgt fyrir að viðskiptavinurinn hafi þann að­gang sem hann hefur greitt fyrir. Eftir frem­sta megni er gögnum haldið innan íslenskrar lög­sögu, en það getur skipt máli þegar kemur að höfund­arrétti og öðrum lagalegum atrið­um. Notendur sleppa einnig við að greiða himin­háar upphæðir fyrir utanlandsumferð.