Löggildur Rafverktaki

Löggildur Rafverktaki

Gagnavinnslan hefur frá upphafi fengist við þróun, hönnun og uppsetningu rafbúnaðar til eigin nota, ásamt því að hanna og tengja raflagnir, í þeim tilgangi að ná markmiðum sínum með margar stoðir undir sínum rekstri.

Sem löggildur rafverktaki, með viðurkennt Öryggisstjórnunarkerfi hefur Gagnavinnslan bætt enn einni stoð undir reksturinn. Við sérhæfum okkur í allsskonar stýringum og eftirlitskerfum, ásamt breytingum og viðbótum við raflagnir.

Við höfum gengið frá ljósleiðaratengingum í hundruði íbúða, leggjum netlagnir, setjum upp fjölbreyttar tegundir rafbílahleðslustöðva í hæsta gæðaflokki á mjög samkeppnishæfu verði og höfum jafnvel stundum tíma til að setja upp falleg útiljós og að hanna og leggja rafmagn í endurhönnuð eldhús.

Síðast en ekki síst erum við sérhæfð í bilanagreiningum með fjölbreyttan tækjabúnað í þeim tilgangi.

Við erum aðilar að Samtökum Rafverktaka, SART.